Fyrirvari: ESTA.us veitir upplýsingar um Electronic System for Travel Authorization. ÞEssi síða er í einkaeigu og tengist ekki Bandaríska ríkinu. Við tengjum á síður þriðja aðila sem vinna ESTA umsóknir fyrir viðbætt úrvinnslufé. Gestir geta vaið milli þess að nota einkafyrirtæki eða opinbera gátt hins opinbera til að senda inn ferðaleyfið.

Algengar Spurningar Varðandi ESTA


Hér að neðan finnur þú svör við mörgum algengum spurningum varðandi ESTA og að ferðast til Bandaríkjanna með Visa Waiver kerfinu.

Lagalegur fyrirvari: ESTA.us er einkarekin þjónustusíða sem sérhæfir sig í Visa Waiver kerfinu og ESTA (bandarískt ferðaleyfi). Markmið okkar er að aðstoða umsækendur að skilja hinar mismunandi hliðar Visa Waiver kerfisins og að bjóða upp á upplýsingar um allt varðandi það að sækja um ferðaleyfi (ESTA)Q Hvað er ESTA?


A ESTA er ensk skammstöfun fyrir Electronic System for Travel Authorization, þ.e.a.s. rafrænt kerfi fyrir ferðaleyfi. Þetta er sjálfvirkt kerfi sem ákvarðar hvort ríkisborgari frá landi með Visa Waiver samning við Bandaríkin fær að ferðast til Bandaríkjanna og óska inngöngu. Þörf er á ESTA til þess að ferðast til Bandaríkjanna, en það er ekki vegabréfsáritun. Umsóknarferlið er algerlega rafrænt á netinu. Það eru engin útprentuð blöð og þú þarft ekki að fara í næsta sendiráð eða ræðismannaskrifstofu. Þeir sem hafa heimsótt Ástralíu sem ferðamenn ættu að kannast við hið Ástralska ETA umsóknarferli sem svipar til ESTA. Þar sem tækin er að þróast eru fjölmörg lönd núna að taka upp svipað kerfi sem yfirleitt eru kölluð rafræn ferðaleyfi (E-Visa).


Q Ég hef sótt um ESTA, en hef ekki fengið það ennþá. Hvað ætti ég að gera?


A Það getur tekið allt að 72 klst að vinna úr umsókn, vertu því þolinmóð(ur). Ef þörf er á að vita niðurstöðuna núna, reyndu þá að senda tölvupóst á viðkomandi þjónustuaðila og spyrjast fyrir. Í sumum tilvikum, ef þú settir inn rangt tölvupóstfang, gæti orðið erfitt fyrir þá að senda það til þín. Gangtu úr skugga um að þú hafir einnig athugað Spam/ruslmöppuna.


Q Ég hef þegar sent inn umsókn um ferðaleyfi, en ég gerði mistök. Hvernig get ég lagað þau?


A Við höfum ekki aðgang að ESTA umsóknum sem þegar hafa verið sendar til Bandaríkjastjórnar. Við getum ekki aðstoðað við að uppfæra röng vegabréfsnúmer, nöfn sem eru vitlaust stöfuð, ranga færðingardaga, fundið týnd ESTA númer eða staðfest umsókn sem þegar hefur verið send inn. Þú getur haft samband við þjónustuaðilann sem þú sóttir um með og reynt að ná í þá áður en þeir byrja að vinna úr umsókninni. Ef þú hefur þegar fengið umsóknina með tölvupósti, og einhverjar upplýsingar eru ekki réttar þá er eina leiðin að sækja aftur um. Einu reitirnir sem þú getur uppfært eftir að þú hefur fengið ESTA samþykkt eru reitirnir fyrir tölvupóstfang og gististað í Bandaríkjunum.


Q Ég er með vegabréf frá Visa Waiver landi. Þarf ég að sækja um ESTA?


A Það fer eftir ýmsu. Þú þarft að sækja um Visa Waiver ef þú ætlar að koma til Bandaríkjanna með flugi eða skipi. Ekki er þörf á ESTA ef þú kemur landleiðis. Ef þú ætlar að vera meira en 90 daga í Bandaríkjunum (60 dagar fyrir gríska ríkisborgara) eða ef þér hefur áður verið meinuð innganga, verður þú að sækja um hefðbundna vegabréfsáritun.


Q Þarf ég að vera með einhver sérstök ferðaplön áður en ég sæki um ferðaleyfi?


A Nei. Þú getur sótt um ESTA hvenær sem er svo lengi sem þú ert með vegabréf með tölvurönd og það er útgefið í landi með Visa Waiver samning (t.d. Ísland). Vegabréfshafar frá flestum löndum sem nýlega hafa gerst meðlimir í Visa Waiver kerfinu verða að vera með vegabréf með tölvurönd til þess að sækja um ESTA.


Q WHvað gerist ef ég fæ ekki samþykki fyrir ferðaleyfi?


A Samkvæmt nýlegum tölfræðigögnum sem gefin voru út af heimavarnarráðurneyti Bandaríkjanna, eru yfir 99% ESTA umsókna samþykktar á nokkrum sekúndum. Ef umsókn þinni er aftur á móti hafnað, verður þú að sækja um ferðamannaáritun til Bandaríkjanna, t.d. B-2 í næsta bandaríska sendiráði. Hafðu samband við okkur til þess að fá nánari upplýsingar um hvernig sækja skal um bandaríska vegabréfsáritun.


Q Hvað gerist ef ég þarf að uppfæra ferðaleyfi mitt eftir að ég fæ samþykki?


A Þú munt geta breytt ferðaáætluninni með núverandi ESTA. ESTA er hannað á þann máta að hægt er að uppfæra gististað. Þú getur gert það hérna. Ekki er nauðsynlegt að vera með bókað flug eða gistingu til þess að sækja um ESTA. Einu tveir reitirnir á samþykktu ESTA sem hægt er að uppfæra eru gisting og tölvupóstfang.


Q Hvers vegna er þörf á ESTA?


A Liður 217(c) í innflytjenda og þjóðarlöggjöfinni (INA) mælir til um að heimavarnarstofnun Bandaríkjanna (DHS) bæti öryggisstefnu Visa Waiver kerfisins. ESTA er eitt að mörgum ráðum sem gripið var til til þess að auka öryggi.


Q Er ESTA ferðaleyfi það sama og vegabréfsáritun?


A Nei. Ferðaleyfi er aðeins krafist af þeim sem ferðast með Visa Waiver kerfinu. Það er einungis ferðakrafa. Þeir sem ekki geta nýtt sér Visa Waiver þurfa að sækja um vegabréfsáritun. Ef þú ert þegar með gilda vegabréfsáritun, ættir þú ekki að sækja um ESTA.


Q Hve snemma fyrirfram er mælt með að sækja um ESTA?


A Þú ættir að sækja um a.m.k. 72 klst (3 dögum) fyrir brottför. Það er þó mælt með að þú sækir um eins snemma og hægt er ef þú stefnir á að heimsækja Bandaríkin. Ef ferðaleyfi þínu er hafnað þarft þú að sækja um ferðaáritun í bandarísku sendiráði eða ræðismannaskrifstofu. Stundum getur verið erfitt að fá tíma og það gæti tekið fleiri vikur.


Q Get ég sótt um ferðaleyfi ef það var ekki samþykkt í fyrsta skipti sem ég sótti um?


A Já. En þú verður að bíða í a.m.k. 10 daga og aðstæður þínar þurfa að hafa breyst. Athugaðu að ef þú sækir um ferðaleyfi og gefur upp rangar upplýsingar verður þér bannað að til frambúðar að heimsækja Bandaríkin. Bandarískt sendiráð eða ræðismannaskrifstofa getur ekki aðstoðað þig við að fá samþykkta ferðaheimild.


Q Ég er með gilda B-1/B-2 vegabréfsáritun. Þarf ég að sækja um ferðaheimild?


A Nei. Svo lengi sem áritun þín er gild þarft þú ekki að sækja um ferðaleyfi.


Q Þarf ég enn að fylla út eyðublað I-94W („Græna eyðublaðið”)


A Nei. Erlendir ríkisborgarar sem heimsækja Bandaríkin með flugi eða skipi þurfa ekki lengur að fylla út I-94 eyðublaðið við komu eða brottför. Rafræn ferðagögn safna nú þessum upplýsingar á sjálfvirkan máta. Enn þarf þó að fylla út eyðublað I-94 ef komið er landleiðis, hægt er að nálgast þetta eyðublað á netinu.


Q Mér var áður neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Get ég sótt um ferðaleyfi og farið til Bandaríkjanna með Visa Waiver kerfinu?


A Nei. Ef þér hefur einhverntíman verið neitað um landvistarleyfi getur þú ekki ferðast með Visa Waiver kerfinu.


Q Mér var áður neitað um inngöngu í Bandaríkjunum. Get ég sótt um ferðaleyfi og farið til Bandaríkjanna með Visa Waiver kerfinu?


A Nei. Ef þér hefur verið neitað um inngögnu verður þú að sækja um landvistarleyfi áður en þú reynir að heimsækja Bandaríkin. Þú verður að sækja um B-1 eða B-2 ferðamannavegabréfsáritun í næsta bandaríska sendiráði.


Q Ég er þegar með gilda ferðamannavegabréfsáritun. Þarf ég einnig að sækja um ferðaleyfi?


A Nei. Svo fremi sem áritunin er þegar í gildi, þá þarft þú ekki að sækja um ESTA.


Q Ég er ríkisborgari frá landi sem ekki er partur af Visa Waiver kerfinu. Get ég sótt um ESTA?


A Það fer einnig eftir vegabréfinu þínu. Í sumum tilvirkum getur þú það. Þú getur reynt að sækja um, og munt fljótt fá niðurstöðu. ESTA ferðaleyfi er aðeins fyrir einstaklinga sem koma til Bandaríkjanna með vegabréf frá Visa Waiver landi. Ef þú ert ekki með vegabréf frá Visa Waiver landi, þarft þú að sækja um ferðamannaáritun fyrir Bandaríkin. Hafðu samband við okkar til þess að fá nánari upplýsingar um hvernig sækja skal um bandaríska vegabréfsáritun.


Q Ég hef þegar pantað ESTA ferðaleyfi en veit ekki hvernig ég á að ná í skjalið.


A Það eru tvær leiðir til þess að ná í skjalið:

  1. Þú getur notað vefsíðu þriðja aðila til þess að aðstoða þig við að finna og ná í skjalið fyrir þig og fá það með tölvupósti. Athugaðu “SPAM” eða “Ruslpósts” möppu þína ef þú finnur ekki skjalið í innhólfinu.
  2. Heimsóttu vefsíðu Bandaríkjastjórnar til þess að finna og ná í skjalið sjálf(ur) án aðstoðar.

Sendu okkur tölvupóst á [email protected] ef þú vilt fá aðstoð við að ná í ESTA umsókn þína.


Q Ég get ekki opnað skjalið. Hvað er PDF? Hvað er Adobe Acrobat?


A Adobe Acrobat er forrit sem styður skjöl í PDF-sniði. Adobe Reader (sem eitt sinn var kallað Adobe Acrobat Reader) er hægt að ná í ókeypis á heimasíðu Adobe.

Adobe Reader gerir það mögulegt að skoða og prenta út PDF skjöl. Mælt er með nýjustu útgáfu Adobe Reader í tölvunni til þess að hægt sé að skoða PDF skjöl á sem bestan máta. Þú ættir a.m.k. að vera með útgáfu 7, og helst útgáfu 8 í tölvunni til þess að skoða og prenta PDF skjöl á sem hentugastan máta.

Ná í Adobe Reader: