Fyrirvari: ESTA.us veitir upplýsingar um Electronic System for Travel Authorization. ÞEssi síða er í einkaeigu og tengist ekki Bandaríska ríkinu. Við tengjum á síður þriðja aðila sem vinna ESTA umsóknir fyrir viðbætt úrvinnslufé. Gestir geta vaið milli þess að nota einkafyrirtæki eða opinbera gátt hins opinbera til að senda inn ferðaleyfið.

Hvað er ESTA?

ESTA stendur fyrir Electronic System for Travel Authorization. ESTA er umsóknarkerfi á netinu sem þróað var af Bandaríkjastjórn til þess að athuga farþega áður en þeir fá leyfi til þess að fara um borð í flugvél eða skip á leið til Bandaríkjanna. Allir farþegar sem koma til Bandaríkjanna frá og með 12. Janúar 2009 með undanþágu frá vegabréfsáritun þurfa að vera með samþykkt ESTA leyfi.

Hver þarf að sækja um ESTA?

Allir farþegar sem koma til Bandaríkjanna (með flugi eða skipi) og eru með undanþágu frá vegabréfsáritun þurfa að vera með gilt ESTA leyfi. Tilgangur ESTA er að gera bandaríska heimavarnarráðuneytinu kleift að framkvæma forathugun á öllum ferðalöngum án vegabréfsáritunar áður en þeir fara frá viðkomandi löndum. Ferðalöngum á leið til Bandaríkjanna er ráðlagt að sækja um ferðaleyfi a.m.k. 72 klst fyrir brottför.

Hvað er undanþága frá vegabréfsáritun

Undanþága frá vegabréfsáritun er sú stefna Bandaríkjastjórnar sem gerir ríkisborgurum ákveðinni ríkja kleift að ferðast til Bandaríkjanna í einkaerindum eða vegna viðskipta og vera í landinu í allt að 90 daga án þess að sækja um sérstakt landvistarleyfi. Stefnan gerir ferðalöngum kleift að heimsækja Bandaríkin með stuttum fyrirvara án þess að þurfa að sækja um hefðbundið ferðaleyfi fyrir brottför.

ÓKEYPIS ESTA PRÓF

Aðeins ríkisborgarar landa sem eru með samning um undanþágu frá vegabréfsáritun geta sótt um ESTA. Mikilvægt er að athuga hvort þú eigir rétt á ESTA áður en þú sendir inn umsókn. Notaðu fellilistann til þess að velja ríkisfang og smelltu svo á “Senda” hnappinn.
Aðeins er hægt að sækja um ESTA á netinu. Þú þarft ekki að fara í bandarískt sendiráð eða á ræðismannaskrifstofu. Það tekur yfirleitt innan við 15 mínútur að klára umsókn. Mælt er með því að ferðalangar prenti út samþykkt ESTA ferðaleyfi þegar þeir ferðast til Bandaríkjanna.