Fyrirvari: ESTA.us veitir upplýsingar um Electronic System for Travel Authorization. ÞEssi síða er í einkaeigu og tengist ekki Bandaríska ríkinu. Við tengjum á síður þriðja aðila sem vinna ESTA umsóknir fyrir viðbætt úrvinnslufé. Gestir geta vaið milli þess að nota einkafyrirtæki eða opinbera gátt hins opinbera til að senda inn ferðaleyfið.

Visa Waiver Lönd


Frá og með 12. janúar 2009 eru 39 lönd með Visa Waiver samning. Ferðalangar með ríkisfang í þessum löndum þurfa samþykkta ESTA ferðaheimild til þess að heimsækja Bandaríkin með flugi eða sjóleiðis séu ákveðin skilyrði uppfyllt. Ferðalangar með vegabréf frá öðrum löndum þurfa að sækja um B-1 eða B-2 vegabréfsáritun fyrirfram. Athugið að allar ferðaheimildir (ESTA) þarf að sækja um á netinu fyrirfram, en eyðublaðið I-94W er yfirleitt fyllt út á meðan á flugi stendur eða á flugvelli.


ESTA Umsókn


Listi yfir lönd sem uppfylla ESTA skilyrði

 • Andorra
 • Ástralía
 • Austurríki
 • Belgía
 • Brúnei
 • Síle
 • Tékkland
 • Danmörk
 • Eistland
 • Finnland
 • Frakkland
 • Þýskaland
 • Grikkland
 • Ungverjaland
 • Ísland
 • Írland
 • Ítalía
 • Japan
 • Lettland
 • Liechtenstein
 • Litáen
 • Lúxemborg
 • Malta
 • Monakó
 • Holland
 • Nýja Sjáland
 • Noregur
 • Poland
 • Portúgal
 • San Marínó
 • Singapúr
 • Slóvakía
 • Slóvenía
 • Suður-Kórea
 • Spánn
 • Svíþjóð
 • Sviss
 • Taivan
 • Bretland*
*(England, Norður-Írland, Skotland og Wales)


Hvað er Visa Waiver kerfið?

Visa Waiver kerfið var hannað af Bandaríkjastjórn til þess að gera ríkisborgurum 39 ríkja mögulegt að ferðast til Bandaríkjanna vegna viðskipta eða ferðamennsku í allt að 90 daga án þess að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun. Kostirnir við kerfið er að þú getur farið til Bandaríkjanna með skömmum fyrirvara án þess að sækja um vegabréfsáritun. Visa Waiver ferðalangar þurfa að vera með samþykkta ferðaheimild (ESTA) til þess að koma til Bandaríkjanna flug- eða sjóleiðis.

Mikilvægar upplýsingar varðandi Visa Waiver kerfið:

 • Ferðalangar sem koma til Bandaríkjanna með Visa Waiver kerfinu geta verið í landinu í allt að 90 daga. Ekki er hægt að framlengja dvalarleyfinu.
 • Allir Visa Waiver ferðalangar þurfa að vera með vegabréf sem inniheldur stafrænar upplýsingar.
 • Samþykkt ESTA (ferðaleyfi til Bandaríkjanna) er nauðsynlegt fyrir alla Visa Waiver ferðalanga sem koma til Bandaríkjanna flug- eða sjóleiðis eftir 12. Janúar 2009.
 • Bandaríska utanríkisráðuneytið getur bætt við eða fjarlægt lönd úr Visa Waiver kerfinu. Argentína og Uruguay voru fjarlægð nýlega en eftirfarandi löndum var bætt við: Tékkland, Eistland, Grikkland, Ungverjaland, Lettland, Litáen, Malta, Slóvakía og Suður-Kórea.
 • Visa Waiver kerfið er oft skammstafað sem VWP (Visa Waiver Program)
 • Visa Waiver kerfinu var komið á fót árið 1986 með það að markmiði að auka ferðamennsku til Bandaríkjanna.

Ef þú ert bandarískur ríkisborgari gætu aðrar kröfur átt við þig. Nánar má fræðast um það hérna.

Kanada er ekki hluti af Visa Waiver kerfinu og aðrar kröfur eiga við kanadíska ríkisborgara þegar þeir fara yfir landamærin til Bandaríkjanna. Fræðast má meira um þessar kröfur hérna.