Search
FyrirvariESTA.us veitir upplýsingar um Electronic System for Travel Authorization. ÞEssi síða er í einkaeigu og tengist ekki Bandaríska ríkinu.

Alhliða upplýsingar um Tursted Traveler kerfið í Bandaríkjunum

Það leiðist öllum að bíða í biðröðum. Eftir langt flug er sú tilhugsun að bíða eftir því að komast í gegnum vegabréfaeftirlit ekki spennandi. Fyrir þá sem ferðast aðeins öðru hvoru er slíkt þreytandi. Fyrir vana ferðalanga er þetta martröð.

Ef þú ferðast reglulega til og frá Bandaríkjunum gætir þú hagnast á því að vera meðlimur í Trusted Traveler kerfinu. Þetta kerfi, sem stjórnað er af landamæraeftirliti Bandaríkjanna bíður upp á skjótari og áhyggjulausari ferðamáta og möguleikann á að þurfa ekki að standa í biðröð.

 

Kostir Trusted Traveler kerfanna

Kostir þess að gerast meðlimur fer eftir því hvaða kerfi þú velur. Umsóknarferlið, hæfniskröfur og kostir eru mismunandi frá einu kerfi til annars. Það sem þau eiga þó öll sameiginlegt eru aukin þægindi í ferðalögum.

Flest Trusted Traveler pakkar innihalda TSA forskoðun. Í sumum tilvikum gerir þetta ferðalöngum kleift að sleppa við langar biðraðir. Á stórum flugvöllum þar sem mikið er að gera getur þetta mögulega sparað meira en klst í ferðatíma ef þú ert að fljúga með einu af þeim flugfélögum sem bjóða upp á forskoðun.

Eftir lendingu geta ferðalangar sem eru í Trusted Traveler kerfi hraðað inngöngu sinni í landið. Fjölmargir flugvellir eru með sérstök hlið fyrir ferðalanga með Trusted Traveler vottun sem gerir þeim kleift að komast hraðar í gegnum tollinn.

Þrjú helstu Trusted Traveler kerfin eru Global Entry, SENTRI og NEXUS. Hvaða kerfi hentar þér best fer aðallega eftir ríkisborgararétti og ferðavenjum þínum. Hér að neðan má finna frekari upplýsingar um helstu Trusted Traveler kerfin fyrir ferðalög innan Bandaríkjanna svo að þú getir komist að því hvað hentar þér best:

  • Global Entry – Ef þú ert bandarískur ríkisborgari, eða með löglega fasta búsetu í Bandaríkjunum, eða ert ríkisborgari í einhverju af eftirtöldum löndum, gætir þú verið hæf/ur til þátttöku í Global Entry Trusted Traveler kerfinu. GE gerir meðlimum kleift að sleppa því að standa í biðröð og komast þess í stað til Bandaríkjanna með því að notast við sjálfvirka innritun. Yfirleitt þurfa GE meðlimir ekki að ræða við landamæraverði til þess að komast inn í landið, sem þýðir að þeir geta komist inn með sem minnstri fyrirhöfn. GE meðlimir fá einnig TSA forskoðunarhlunnindi, sem hægt er að nýta í innanlandsflugi og utanlandsflugi. Þeir sem vilja sækja um að vera meðlimir í Global Entry kerfinu þurfa að komast í gegnum ferilsathugun og viðtal. Til þess að byrja umsókn um GE, þarft þú fyrst að sækja um tíma fyrir viðtal. Slíkt kostar 100 Bandaríkjadali.
  • SENTRI – Þeir ferðalangar sem ferðast reglulega til Bandaríkjanna frá Mexíkó geta nýtt sér Öruggt rafrænt kerfi til þess að skoða ferðalanga (e. Secure Electronic Network for Travelers Rapid Inspection) eða SENTRI. Þetta kerfi gerir fyrirfram samþykktum ferðalöngum sem ekki eru taldir í áhættuflokki kleift að komast til Bandaríkjanna í gegnum landamæri þess að sunnan. Oft inniheldur þetta einnig TSA skoðun. Umsókn um SENTRI inniheldur ferilsskoðun sem tekur til afbrota, ferðir yfir landamæri, og tengsl við hryðjuverk. Einnig þarf að gefa fingraför á öllum 10 fingrum og að mæta í viðtal við landamæravörð. Til þess að byrja umsóknarferlið, þarft þú að panta tíma í svæði nálægt þér.
  • NEXUS – Ef þú ferðast reglulega milli Bandaríkjanna og Kanada og þú ert þreytt/ur á að bíða í sífellu á landamærunum getur NEXUS kerfið hjálpað þér við að komast þangað sem þú vilt. NEXUS er eins og SENTRI að því leiti að það gerir forskoðuðum ferðalöngum kleift að komast hraðar í gegnum landamæraeftirlit þegar þeir ferðast á milli Bandaríkjanna og Kanada. Með því að nota sérstakar biðraðir geta NEXUS meðlimir sleppt röðinni og notað NEXUS sjálfsafgreiðslu. Kostirnir við að nota NEXUS er þó fleiri: Meðlimir fá einnig hrafaðgreiðslu á sjóleiðum og flugvöllum þegar þeir koma til Kanada loftleiðis eða þegar þeir koma til Bandaríkjanna í gegnum flugvelli sem samþykktir hafa verið. Til þess að byrja umsókn til að vera næsti samþykkti NEXUS meðlimur, þarft þú að byrja á að panta tíma hjá næsta landamæraverði. Ef umsókn þín verður samþykkt munt þú fá skilríki sem þú þarft að nota þegar þú kemur til Bandaríkjanna eða Kanada í gegnum landamæraeftirlit á landi, sjó eða með flugi. Frekari upplýsingar um kosti NEXUS má finna á heimasíðu Bandaríska landamæraeftirlitsins.