Search
FyrirvariESTA.us veitir upplýsingar um Electronic System for Travel Authorization. ÞEssi síða er í einkaeigu og tengist ekki Bandaríska ríkinu.

Eyðublað I-94: Hvað Er Það & Hvers Vegna Skiptir Það Máli?

Eyðublað-I-94. Hvað er það og hvers vegan skiptir það máli? Eyðublað I-94 er nauðsynlegt komu og brottfararskjal sem gefið er út fyrir útlendinga sem vilja fá inngöngu í Bandaríkin sem ferðamenn. Tilgangur I-94 er að veita upplýsingar til Bandaríska landamæraeftirlitsins (CBP) um þá ferðamenn sem vilja vera lengur í Bandaríkjunum eða breyta stöðu sinni úr því að vera gestur í Bandaríkjunum (til dæmis breytist staða breytast ef þú giftist Bandarískum ríkisborgara). Eyðublaðið sjálft er venjulega fest á vegabréf gests sem er ekki innflytjandi af fulltrúa CBP áður en inngangur fæst í Bandaríkin með dagsetningu þar sem kemur fram hvaða dag ferðamaðurinn kom til Bandaríkjanna. Sá sem heimsækir Bandaríkin frá öðru landi getur aðeins verið áfram eins lengi og getið er á I-94. Eftir að brottfarardagur er liðinn þarf útlendingurinn að fara úr landi nema með framlengingu.

Það er mikilvægt að hafa í huga að þegar ferðast er til Bandaríkjanna með samþykkt ESTA flug eða sjó leið er I-94 ekki deilt út. Það er sjálfkrafa til þegar vegabréf er skannað í Bandaríska landamæraeftirlitinu (CBP) þegar komið er til Bandaríkjanna. Vegabréfið er afritað og það býr til rafræna komuskrá með sömu gögnum og nauðsynlegar eru á pappírsformi. Það er gott að hafa þetta í huga en engin aðgerð ætti að vera nauðsynleg vegna I-94 eyðublaðsins þegar ferðast er til Bandaríkjanna með samþykkt ESTA. Sjá meira að neðan.

 

Sjálfvirkni eyðublaðs I-94

Nýlega hafa Bandaríska heimavarnarráðuneytið og Bandaríska landamæraeftirlitið (CBP) gert I-94 sjálfvirkt aðeins fyrir flug og sjó hafnir og landamæri við Bandaríkin, samt sem áður ekki fyrir landamæri á landi. Flestir ferðamenn munu vera yfirfarnir með sjálfvirka kerfinu en sumir undir sérstökum skilyrðum, gætu fengið pappírs eyðublað. Það verður þó að afhenda það eyðublað I-94 við inngöngu í Bandaríkin. Með nýja sjálfvirka eyðublaðinu samsvarar I-94 við nafn ferðamanns við loft/sjó skrár fyrir þá flugvél sem hann/hún ferðaðist með eða sjófari. Upplýsingarnar eru festar af CBP fulltrúa sem afritar vegabréf ferðamannsins sem býr til rafræna komu of brottfararskráningu þar sem sömu upplýsingar komu fram og voru áður skráðar á I-94. Sérhver ferðamaður færð inngöngumerkingu, þar á meðal dagsetningu, flokk, og dag sem hún rennur út fyrir heimsókn þess einstaklings. Ef ferðamaður þarf afrit af sjálfvirka eyðublaðinu getur hann/hún fengið afrit af heimasíðunni.

 

Landamæri á landi

Pappírseyðublað I-94 er enn notað við landamæri á landi þar sem hægt að að fara inn í Bandaríkin. Pappírs eyðublöð eru einnig afhent hælisleitendum, þeim sem eru á reynslulausn og þeim útlendingum sem við komu fá þessa skráningu sem ákveðin er af CBP þegar það er metið viðeigandi eða nauðsynlegt. Eyðublöð I-94 fyrir flóttamenn eru unnin rafrænt og afrit er hægt að finna á heimasíðu CBP.

 

Rangar upplýsingar á I-94

Ef sú óheppulega staða kemur upp að ferðamaður/umsækjandi sé samþykktur inn í Bandaríkin með rangar upplýsingar á I-94 skráningu sinni ætti ferðamaðurinn að fara á næstu CBP skrifstofu og fá upplýsingarnar leiðréttar sem fyrst. Hlekkur á „Hafnir“ er neðst á síðunni www.cbp.gov og þar er listi yfir þessar skrifstofur. Þar að auki ef eyðublaðið inniheldur rangar upplýsingar ætti ferðamaðurinn að nýta sér eyðublað I-102 sem er á www.uscis.gov/forms.

 

Endurgilding Visa

Ef ferðamaðurinn fær I-94 á rafrænan máta mun CBP hafa þessar upplýsingar til að endurgilda I-94 sjálfkrafa. Eftir sem áður þarf ferðamaður sem kom til Bandaríkjanna áður en kerfið varð sjálfvirkt þarf pappírseintakinu að skila inn til gildingar. Meiri upplýsingar um sjálfvirka endurgildingu er hægt að finna á opinberri heimasíðu.

Þetta nýja sjálfvirka ferli mun sjálfsagt auðvelda skoðunarferli og móttöku ferðamanna sem ferðast til Bandaríkjanna. Að tefjast vegna ferðaskjala er óvelkomið vandamál. Sjálfvirk eyðublöð hjálpa svo sannarlega bæði ferðamönnum og CBP að spara tíma, auka einfeldni og nákvæmni sem gerir ferðir þægilegri til Bandaríkjanna.