ESTA Umsókn


ESTA er rafrænt umsóknarferli þróað af bandarísku ríkisstjórninni til að forskoða ferðamenn áður en þeim er gefin ferðaheimild til Bandaríkjanna. Vegna hertra öryggisreglna sem tóku gildi 12. Janúar 2009 – þurfa ferðamenn sem ferðast frá löndum sem nýta rafræna vegabréfskerfið að sækja um ferðaheimild fyrir för til Bandaríkjanna. Að auki þurfa allir ferðamenn til Bandaríkjanna að hafa raflesanlegt vegabréf til þess að fá inngöngu í landið. ESTA umsóknin er alfarið rafræn og er stýrt af bandaríska heimavarnarráðuneytinu.


Mikilvægar staðreyndir um ESTA:

 • ESTA er ekki vegabréfsáritun heldur gildir sem heimild til þess að fara um borð í skip eða flug til Bandaríkjanna.
 • Tilgangur ESTA er að gefa ríkisstjórn Bandaríkjanna tækifæri til þess forskoða alla ferðamenn sem nýta rafræna vegabréfskerfið fyrir brottför frá heimalandi.
 • Aðeins ríkisborgarar þeirra landa sem hafa aðild að rafræna vegabréfskerfinu geta sótt um.
 • Mælt er með að sækja um ESTA að lágmarki 72 stundum fyrir brottför.
 • Ef ESTA umsókninni er hafnað verður að sækja um B-1 heimsóknaráritun eða B-2 ferðamannaáritun.
 • Samþykkt ESTA ferðaheimild tryggir ekki landgöngu í Bandaríkin.

Af hverju ætti ég að sækja um ESTA?

 • Frá 12. janúar 2009 þurfa ríkisborgarar landa sem eru aðilar að rafræna vegabréfskerfinu að sækja um ESTA (bandaríska ferðaheimild) til þess að eiga möguleika á landgöngu í Bandaríkjunum.
 • ESTA ferðaheimildin gildir í allt að tvö ár og má auðveldlega uppfæra hana fyrir framtíðarheimsóknir.

Hverjir þurfa að sækja um ESTA?

 • Hver sá sem ætlar sér að heimsækja Bandaríkin með flugi eða skipi frá landi með rafræna vegabréfskerfið.
 • Hver sá sem er í viðkomu í Bandaríkjunum frá landi með rafræna vegabréfskerfið.
 • Börn og ungabörn sem eru í heimsókn eða í viðkomu í landinu frá landi með rafræna vegabréfskerfið þurfa einnig að hafa samþykkta ESTA umsókn.

Um ESTA umsóknir

Rafrænt umsóknarferli

Umsóknin tekur minna en 5 mínútur

Yfir 99% umsókna samþykktar (heimild: bandaríska ríkisstjórnin)

Skylt hefur verið að sækja um síðan 12. janúar 2009

Gildistími er allt að 2 ár


Fáðu ESTA umsóknarleiðbeiningarnar og sæktu um í dag!